„Ættum að reyna að einbeita okkur að Pfizer núna“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar munu eft­ir helgi funda með ­lyfja­fyr­ir­tæk­inu Pfizer til að ræða kaup á meira bólu­efni fyr­ir ís­lensku þjóðina. Þórólf­ur seg­ist vera bjart­sýnn á að viðræðurn­ar gangi vel, en skipu­lagn­ing fyr­ir fund­inn er kom­in vel á veg. 

„Hann er bara á síðustu metr­un­um í skipu­lagn­ingu. Ég von­ast nátt­úr­lega til þess að þetta beri ár­ang­ur og hef ekki ástæðu til ann­ars. Ann­ars er þetta bara fyrsti form­legi fund­ur­inn sem við höld­um þannig að það verður að koma í ljós hvað mönn­um finnst og hvað kem­ur út úr því,“ seg­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is. 

Spurður hvort til greina komi að fara í álíka viðræður við önn­ur lyfja­fyr­ir­tæki, meðal ann­ars Moderna sem hef­ur fengið markaðsleyfi í Banda­ríkj­un­um en ekki Evr­ópu, seg­ir Þórólf­ur: 

„Það ligg­ur fyr­ir samn­ing­ur Íslands við Moderna, sá er einn af þeim samn­ing­um sem Ísland hef­ur gert til að tryggja eins vel og hægt er að við fáum bólu­efni. Pfizer er eina bólu­efnið sem er búið að fá markaðsleyfi í Evr­ópu og við get­um ekki farið í viðræður við fyr­ir­tæki um að fá hér lyf handa öll­um sem ekki er búið að fá markaðsleyfi, ekki þá nema með þeim fyr­ir­vara að við bíðum eft­ir markaðsleyfi. Það er kannski ekki ráðlegt að vera með svona viðræður við mjög marga. Ég held við ætt­um að reyna að ein­beita okk­ur að Pfizer núna og hverju það skil­ar og sjá svo til.“

Hraðara og staðlaðra en ella 

Gangi viðræður við Pfizer vel er mögu­legt að hægt verði að bólu­setja þjóðina fyrr en ella, en á móti fæl­ist í þessu rann­sókn­ar­efni þar sem nán­ari upp­lýs­ing­ar myndu fást um þróun far­ald­urs­ins eft­ir bólu­setn­ingu og með aflétt­ing­um sam­komutak­mark­ana. Þá myndi einnig vera hægt að fylgj­ast nán­ar með mögu­leg­um auka­verk­un­um.

„Þetta verk­efni geng­ur í sjálfu sér ekki út á neitt nýtt nema það sem við erum að fara að gera hvort sem er,“ seg­ir Þórólf­ur.

„Við erum að reyna að fá bólu­efni handa sem flest­um hér á landi og það ger­um við al­veg burt­séð frá því hvort við köll­um það rann­sókn eða ekki rann­sókn. Það eina sem breyt­ir því að við köll­um þetta fasa fjög­ur rann­sókn er að þá fáum við bólu­efni miklu fyrr og get­um bólu­sett sem flesta á sem styst­um tíma. Síðan höld­um við bara áfram að fylgj­ast með verk­un­inni á bólu­efn­inu sem við mynd­um gera hvort sem væri, fylgj­ast með auka­verk­un­um og öllu því sem teng­ist þessu. Við mynd­um bara gera það á aðeins staðlaðri máta svo menn gætu sett það upp sem ákveðnar niður­stöður. Það er í raun ekk­ert nýtt nema við erum að tala um að gera þetta hraðar og á staðlaðri máta en við hefðum ann­ars gert,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Spurður hvort þörf sé á að bólu­setja þá ein­stak­linga sem þegar hafa greinst með Covid-19 seg­ir Þórólf­ur það ekki vera for­gangs­mál. 

„Við telj­um ekki þörf á því að þeir sem hafa fengið staðfesta Covid-sýk­ingu þurfi bólu­setn­ingu. Alla­vega í byrj­un erum við ekki að ein­beita okk­ur að því að bólu­setja þá ein­stak­linga, við telj­um að það séu yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að þeir séu varðir.“

Regl­ur um sótt­varn­ir skýr­ar

Þórólf­ur seg­ir að til að hjarðónæmi mynd­ist þurfi 60-70% þjóðar­inn­ar að vera ónæm fyr­ir veirunni. Ná­ist sá ár­ang­ur með bólu­setn­ingu úti­lok­ar það þó ekki að sýk­ing­ar komi upp hjá þeim sem ekki eru bólu­sett­ir. Þórólf­ur seg­ir ekki hægt að segja til um það hvenær svo stór hluti þjóðar­inn­ar gæti fengið bólu­setn­ingu. Ísland hafi nú aðeins dreif­ingaráætl­un á bólu­efni Pfizer út mars­mánuð. 

‍Reglu­gerð um tak­mörk­un á sam­kom­um vegna far­sótt­ar tók gildi 10. des­em­ber 2020 og gild­ir til og með 12. janú­ar 2021. Þangað til mega ein­ung­is 10 koma sam­an, tveggja metra regla er í gildi og grímu­skylda þar sem ekki er hægt að koma henni við. 

Tals­vert hef­ur verið fjallað um sótt­varna­brot Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra sem var viðstadd­ur lista­sýn­ingu þar sem gesta­fjöldi var langt um­fram sam­komutak­mark­an­ir. 

Hafa í kjöl­farið marg­ir velt fyr­ir sér hegðun annarra ráðamanna, svo sem Víðis Reyn­is­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns í aðdrag­anda þess að hann sýkt­ist af kór­ónu­veirunni og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í heim­sókn henn­ar og sam­starfs­manna á Seyðis­fjörð í kjöl­far aur­skriðna sem þar féllu fyr­ir skömmu. 

Katrín Jakobsdóttir faðmar íbúa á Seyðisfirði að sér.
Katrín Jak­obs­dótt­ir faðmar íbúa á Seyðis­firði að sér. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þórólf­ur seg­ir regl­ur um sótt­varn­ir skýr­ar og að öll­um beri að fylgja þeim. 

„Það stend­ur mjög skýrt í leiðbein­ing­um okk­ar að grunn­regl­an er tveggja metra regla, sér­stak­lega þegar við erum að tala um ótengda aðila. Þegar ekki er hægt að viðhafa tveggja metra reglu eiga menn að nota grímu,“ seg­ir Þórólf­ur. 

„Þetta eru þær regl­ur sem eru í gildi en að öðru leyti get ég ekki haft neina skoðun á því hvað fólk ger­ir í ein­staka til­vik­um. Þá þarf maður að skoða bara hvort þetta séu tengd­ir aðilar og þá hversu mikið. Það væri svo­lítið langt gengið kannski að fara að kanna það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert