Málið er alvarlegt og mun hafa áhrif

Ólafur Þór Gunnarsson er til hægri á myndinni.
Ólafur Þór Gunnarsson er til hægri á myndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er nátt­úr­lega afar óheppi­legt mál sem við þurf­um að ræða inn­an okk­ar raða. Bæði þarf að fara yfir málið inn­an stjórn­ar og þing­flokks,“ seg­ir Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, þingmaður Vinstri grænna, í sam­tali við mbl.is. Vís­ar hann þar til sam­komu sem stöðvuð var á Þor­láks­messu. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, var viðstadd­ur sam­kvæmi á Þor­láks­messu sem lög­regla stöðvaði vegna brota á sótt­varna­lög­um. Hef­ur Bjarni beðist af­sök­un­ar á at­vik­inu, en kvaðst þó ekki vera að íhuga að segja af sér. 

Óljóst með fram­haldið

Aðspurður seg­ir Ólaf­ur að enn sé óljóst hversu mik­il áhrif málið kann að hafa á sam­starf rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. „Það er alls ekki hægt að halda því fram að þetta sé lítið mál. Þetta er al­var­legt mál sem mun hafa áhrif á sam­starfið. Hvort það komi brest­ir í sam­starfið er ekki hægt að segja til um.“

Að sögn Ólafs er nauðsyn­legt að ræða málið nán­ar áður en næstu skref verða tek­in. Hann geti ekki svarað því hvort sam­starf­inu verði slitið. „Ég geri ráð fyr­ir að þetta verði rætt í stjórn og þing­flokki. Þar geta menn skoðað þetta frá öll­um hliðum. Þetta verður því skoðað inn­an hóps­ins áður en menn kom­ast að niður­stöðu.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra. mbl.is/​Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert