Þingmenn sem hafa ekkert fram að færa

Brynjar Níelsson í ræðustóli á Alþingi.
Brynjar Níelsson í ræðustóli á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sendir Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, tóninn í pistli sem hann birti á Facebook fyrr í dag. 

Segir hann að þingmennirnir tveir „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn“. Þá hafi þær ekkert fram að færa í pólitík auk þess sem þær biðjist aldrei velvirðingar á gerðum sínum og orðum. 

Tvær síðustu færslur mínar voru hins vegar um stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ segir m.a. í pistlinum.

Kom Bjarna til varnar

Vísar Brynjar til fyrri færslu á Facebook þar sem hann lýsir búðarferð sinni á kaldhæðnislegan hátt. Sjá má færsluna hér að neðan, en færa má rök fyrir því að hann sé í henni að verja gjörðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 

Bjarni hafði áður sést í samkomu á Þorláksmessu, sem leyst var upp af lögreglu. Baðst Bjarni afsökunar á því. Hins vegar hafa þingmenn, þar á meðal Þórhildur Sunna, krafist þess að ráðherrann segi af sér. 

Þetta er búinn að vera viðburðaríkur dagur hjá mér. Reisti mig upp úr sófanum eftir samfellda legu frá þinglokum. Það...

Posted by Brynjar Níelsson on Laugardagur, 26. desember 2020
Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. mbl.is/Hari
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert