Tilkynna hvort Ásmundarsalur verði sektaður

Lög­regl­an mun að öll­um lík­ind­um senda út til­kynn­ingu eft­ir ára­mót þar sem greint verður frá því hvort Ásmund­ar­sal­ur verður sektaður fyr­ir meint brot á sótt­varn­a­regl­um á Þor­láks­messu. Þetta staðfest­ir Jó­hann Karl Þóris­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Við höf­um ekki enn sektað staðinn,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. Lög­regl­an sé með „slatta“ af sam­bæri­leg­um mál­um eft­ir aðvent­una. „Það verður farið í þetta eft­ir ára­mót,“ seg­ir hann.

Spurður hvort von væri á til­kynn­ingu um sótt­varna­brot í Ásmund­ar­sal sagði hann: „Ég myndi halda það.“ 

Nú seg­ir í dag­bók lög­reglu að sam­kvæmið hafi verið ólög­legt en samt á eft­ir að úr­sk­urða um það hvort staður­inn verði sektaður. Standið þið við orðalagið úr dag­bók lög­reglu?

„Við erum að skoða þetta. Það mega ekki fleiri koma sam­an en 10 nema í mat­vöru­búðum. Ef þetta er veit­inga­hús, þá verður að hólfa­skipta,“ seg­ir Jó­hann. Bæt­ir hann við að hver þurfi að dæma fyr­ir sig, út frá reglu­gerð heil­brigðisráðherra.

Lögreglan mun tilkynna hvort um sóttvarnabrot hafi verið að ræða.
Lög­regl­an mun til­kynna hvort um sótt­varna­brot hafi verið að ræða. mbl.is/​Eggert

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra var í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu þar sem lög­regl­an taldi að sótt­varn­a­regl­ur hefðu ekki verið virt­ar. 

Ekki hef­ur neitt enn verið ákveðið hvernig lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu muni aðhaf­ast vegna mistaka sem hún gerði þegar hún birti per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar um veru ráðherra í sam­kvæm­inu. Að sögn lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu, Höllu Bergþóru Björns­dótt­ur, er málið enn til skoðunar.

Lög­regl­an sendi frá sér til­kynn­ingu á öðrum degi jóla þar sem fram kem­ur að vinnu­regl­ur lög­reglu séu þær að afmá eigi all­ar per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar úr dag­bók lög­reglu þegar sam­an­tekt­ir úr henni eru send­ar fjöl­miðlum.

Lög­regl­unni láðist að gera það á aðfanga­dags­morg­un sem leiddi til þess að fjöl­miðlum var það ljóst að ráðherra í rík­is­stjórn hafði verið viðstadd­ur sam­kvæmi þar sem of margt fólk var sam­an­komið.

Í ljós kom að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hafði verið á staðnum og baðst hann af­sök­un­ar á að hafa verið viðstadd­ur það sem hann kall­ar „sölu­sýn­ingu“ þar sem sam­an voru komn­ir á bil­inu 40-50 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert