Sendir þáttarstjórnanda Rásar 1 tóninn

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkisnefndar, sakar þáttarstjórnanda á Rás 1 um virðingarleysi í garð atvinnurekenda. Í pistli sem Sigríður ritar á facebooksíðu sinni tekur hún sérstaklega fyrir uppsagnir World Class, en fyrirtækið sagði upp 90 starfsmönnum fyrr í dag. 

Sigríður vísar í þátt Björns Þórs Sigbjörnssonar á Rás 1, en í þætti dagsins var rætt við Guðmund Hálfdánarson prófessor í sagnfræði. Bendir Sigríður á að Guðmundur hafi verið afar hlynntur ströngum sóttvarnareglum, en þá hafi umræðan í þættinum jafnframt einkennst af einsleitum skoðunum. 

Einsleitar skoðanir á Rás 1

Ekki var morgunútvarpið vettvangur fyrir mismunandi skoðanir, eins og lög mæla fyrir um, þennan morguninn heldur lagðist þáttarstjórnandinn á árarnar með viðmælanda sínum og sagði: „Það eru helst tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Bjössi í World Class sem eru óánægðir,““ skrifar Sigríður og heldur áfram:

Þótt sjálfsagt hafi þetta verið notaleg stund hjá ríkisstarfsmönnunum við hljóðnemann þótti mér þetta virðingarleysi þeirra við atvinnurekstur í landinu ekki notalegt. Fyrirtæki eins og það sem þarna var nefnt eru ekki bara einn maður. Þarna er hagur nokkur hundruð fjölskyldna undir. Að ógleymdum viðskiptavinunum sem mæta á eigin ábyrgð sér til heilsubótar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert