Vinningshafinn hélt það væri verið að rukka sig

Helga Sóley Torfadóttir vann Honda rafbíl í áskrifendaleik Morgunblaðsins.
Helga Sóley Torfadóttir vann Honda rafbíl í áskrifendaleik Morgunblaðsins. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég hélt það væri verið að rukka mig eða eitt­hvað, mér datt ekki í hug að þetta væri neitt svona,“ sagði Helga Sól­ey Torfa­dótt­ir, áskrif­andi að Morg­un­blaðinu, þegar hún tók við vinn­ingi sín­um í gær í áskrif­enda­leik blaðsins og bílaum­boðsins Öskju.

Helga var dreg­in út í happ­drætt­inu 17. des­em­ber sl. en all­ir áskrif­end­ur voru í pott­in­um. Hún hreppti glæsi­leg­an raf­bíl af gerðinni Honda e. Bíll­inn var svo af­hent­ur í Öskju, umboði Honda-bif­reiða, í gær.

Helga Sól­ey hef­ur í raun verið áskrif­andi að Morg­un­blaðinu alla sína ævi. „Fyrst voru það for­eldr­ar mín­ir og síðan tók ég bara við,“ sagði hún.

Fyr­ir á Helga fjög­urra ára gaml­an bíl en þessi á eft­ir að koma að góðum not­um. Hún býst við því að selja gamla bíl­inn, enda lang­ar hana að læra vel á þann nýja. Helga hef­ur aldrei áður keyrt raf­bíl en var þó far­in að hugsa um að ein­hvern tím­ann í framtíðinni yrði hún kom­in á slík­an bíl.

Honda e er hannaður með þétt­býl­is­notk­un að leiðarljósi og knú­inn hreinni raf­orku úr nátt­úru Íslands. Akst­urs­drægni bíls­ins er allt að 220 km sem er nægi­leg drægni til viku­legs akst­urs inn­an borg­ar­mark­anna.

Magnús E. Kristjáns­son, for­stöðumaður sölu- og markaðssviðs Árvak­urs, af­henti Helgu Sól­eyju lykl­ana að bíln­um.

„Morg­un­blaðið og Askja tóku hönd­um sam­an í þessu áskrift­ar­happ­drætti. Morg­un­blaðið kann virki­lega vel að meta áskrif­end­ur sína og alltaf gam­an að geta farið í svona sam­starf og gefa áskrif­end­um mögu­leika á að vinna svona frá­bær­an bíl. Morg­un­blaðið þakk­ar Öskju kær­lega fyr­ir þetta sam­starf á sama tíma og það ósk­ar Helgu Sól­eyju inni­lega til ham­ingju með bíl­inn,“ sagði Magnús við af­hend­ing­una.

Magnús E. Kristjánsson afhendir Helgu Sóleyju Torfadóttur glænýjan Hondu e, …
Magnús E. Kristjáns­son af­hend­ir Helgu Sól­eyju Torfa­dótt­ur glæ­nýj­an Hondu e, raf­bíl. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka