Ríkisráðið kom saman til fundar á Bessastöðum klukkan 11. Löng hefð er fyrir því að ráðið, sem samanstendur af ráðherrum ríkisstjórnarinnar og forseta Íslands, komi saman til fundar á Bessastöðum á gamlársdag.
Á fundum ráðsins eru bornar undir forseta öll lög, þar á meðal bráðabirgðalög og mikilvægar stjórnarráðstafanir.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru allir viðstaddir, en á síðasta ári var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stödd erlendis.