Leita formlegs samstarfs við ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, seg­ir í ára­móta­grein í Morg­un­blaðinu í dag, að Viðreisn ætli að leggja til að án taf­ar verði leitað eft­ir form­legu sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið, á grund­velli aðild­ar okk­ar að innri markaði þess, til þess að verja stöðugra verðgildi krón­unn­ar. Síðan verði að opna fleiri út­flutn­ings­mögu­leika, efla sam­keppni og menn­ing­ar­sam­starf með fullri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

„Þetta er kjarn­inn í nauðsyn­leg­um breyt­ing­um. Engri þjóð hef­ur tek­ist að ná þeim hag­vexti, sem við þurf­um nú svo sár­lega á að halda til að verja vel­ferðar­kerfið, nema með mikl­um skipu­lags­breyt­ing­um og nýj­um skref­um í fjölþjóðasam­vinnu.

Fjölþjóðasam­vinna er líka for­senda þess að við náum sett­um mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Án raun­hæfra aðgerða geta þau orðið dýr­keypt­ari en veir­an. Í heild hanga fjöl­mörg brýn verk­efni á þess­ari spýtu áætl­un­ar um viðreisn efna­hags­ins.

Kosn­ing­arn­ar næsta haust snú­ast því ekki eins og stund­um um óskalista, held­ur um frjáls­lyndi eða íhald, vöxt eða stöðnun,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir síðan í grein sinni. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka