Aflýsa messum um helgar

Ekki verða messur í Landakotskirkju um helgar.
Ekki verða messur í Landakotskirkju um helgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dav­id B. Tencer, bisk­up kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi, hef­ur af­lýst öll­um op­in­ber­um sunnu­dags­mess­um og vigil­mess­um á laug­ar­dags­kvöld­um. Starfs­fólk kirkj­unn­ar hef­ur verið beðið um að fylgja öll­um sótt­varn­a­regl­um við mess­ur á virk­um dög­um. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í morg­un. 

Of marg­ir voru sam­an komn­ir við messu­ í Landa­kots­kirkju í gær en þetta er í annað skiptið á stutt­um tíma sem það ger­ist. 

„Ég lýsi yfir að þrátt fyr­ir góðan vilja get­um við ekki fylgt öll­um gild­andi sótt­varn­a­regl­um í sam­bandi við messu­hald í kirkj­um okk­ar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að af­lýsa öll­um op­in­ber­um sunnu­dags-mess­um og vigil­mess­um á laug­ar­dags­kvöld­um. Ákvörðunin tek­ur þegar gildi.

Ég bið allt starfs­fólk í kirkj­um okk­ar að fara mjög var­lega og fylgja öll­um regl­um í mess­um á virk­um dög­um líka.

Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sótt­varn­ar­regl­um að breyta þeim regl­um þar sem jafn­ræðis virðist ekki gætt. Kirkj­ur okk­ar eru ekki litl­ar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafn­vel tón­leika með 50 per­són­um, hvernig stend­ur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu?

Hvernig á ég að út­skýra það fyr­ir sókn­ar­börn­um okk­ar að marg­ir mat­sölustaðir mega taka á móti fleiri viðskipta­vin­um?

Hvernig á að út­skýra það að í Landa­kots­kirkju mega bara vera tíu per­són­ur en til dæm­is mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okk­ur finnst öll­um erfitt að lifa við þess­ar aðstæður en slík­ar ákv­arðanir gera það enn erfiðara.

Ég bið fyr­ir öll­um en sér­stak­lega þeim sem ráða þess­um regl­um að íhuga mál­in með visku og leiðrétta þetta óþægi­lega mis­ræmi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem Tencer hef­ur sent til fjöl­miðla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert