Sjö tilkynningar um aukaverkanir

Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi almannavarna.
Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir

Sjö tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun, þar af hugsanlega ein alvarleg, vegna bólusetningar við Covid-19 hér á landi. Samkvæmt Ölmu Möller landlækni er óvíst með orsakasamband í tengslum við alvarlegu tilkynninguna vegna undirliggjandi sjúkdóma.

Fimm þúsund manns, framlínustarfsfólk í heilbrigðisgeiranum og íbúar á hjúkrunarheimilum, fengu fyrri skammt bóluefnis Pfizer í síðustu viku. Seinni sprautuna fær fólkið um þremur vikum eftir þá fyrri.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að óljóst væri hversu mikla vörn einn skammtur af bóluefninu veitti. Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að helm­inga skammta bólu­efn­is Moderna við Covid-19 til þess að flýta bólu­setn­ingu.

Þórólfur sagði þetta ekki til skoðunar hér en ef faraldurinn væri í miklum vexti gæti staðan verið önnur. Óvarlegt sé að nota efnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og því verði allir hér bólusettir tvívegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert