Fær ekki að flytja hundinn inn

Bannaður. Hundur af tegundinniAmerican Pit Bull Terrier.
Bannaður. Hundur af tegundinniAmerican Pit Bull Terrier. Ljósmynd/Pixbay

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) frá 4. febrúar 2020 um að synja innflutningi á hundi af tegundinni Pit Bull Terrier.

Lögð var fram stjórnsýslukæra og þess krafist að ákvörðun MAST yrði ógilt og kæranda veitt undanþága til að flytja inn hund af tegundinni American Pit Bull Terrier.

Kærandi hafði óskað eftir því við MAST í nóvember 2019 að veitt yrði undanþága til innflutnings hunds af umræddri tegund. MAST kvaðst ekki hafa heimild til að víkja frá ákvæðum um bann við innflutningi tiltekinna hundategunda, þar á meðal hunda af umræddi tegund, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka