Reykjavíkurborg lýsir sig andsnúna hugmyndum um frestun fasteignagjalda til að koma til móts við fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum.
Þetta kemur fram í umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar um drög að frumvarpi sem á m.a. að auðvelda sveitarfélögum að styðja fyrirtæki í faraldrinum. Áherslan er þar ekki síst á fasteignagjöld en þau eru ferðaþjónustunni þungur baggi í faraldrinum.
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) lýsir yfir stuðningi við drögin en sú umsögn er samin í samráði við Lánasjóð sveitarfélaga.
Umsögn Reykjavíkurborgar er á allt öðrum nótum og eru þar gerðir lagalegir og fjárhagslegir fyrirvarar við breytingu á fasteignagjöldum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.