Borgin vill ekki aðstoða

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reykja­vík­ur­borg lýs­ir sig and­snúna hug­mynd­um um frest­un fast­eigna­gjalda til að koma til móts við fyr­ir­tæki í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Þetta kem­ur fram í um­sögn fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs borg­ar­inn­ar um drög að frum­varpi sem á m.a. að auðvelda sveit­ar­fé­lög­um að styðja fyr­ir­tæki í far­aldr­in­um. Áhersl­an er þar ekki síst á fast­eigna­gjöld en þau eru ferðaþjón­ust­unni þung­ur baggi í far­aldr­in­um.

Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) lýs­ir yfir stuðningi við drög­in en sú um­sögn er sam­in í sam­ráði við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga.

Um­sögn Reykja­vík­ur­borg­ar er á allt öðrum nót­um og eru þar gerðir laga­leg­ir og fjár­hags­leg­ir fyr­ir­var­ar við breyt­ingu á fast­eigna­gjöld­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í  Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert