Alls greindust þrjú smit innanlands í gær. Allir þeirra voru í sóttkví. 17 smit greindust á landamærunum. Af þeim bíða 12 niðurstöðu mótefnamælingar. Tveir greindust með virkt smit í fyrri skimun í gær og þrír í seinni skimun.
Á laugardag greindust fimm með virkt smit í fyrri skimun og sex reyndust vera með mótefni. Tveir bíða enn niðurstöðu mótefnamælingar.
Nú eru 143 í einangrun. 352 eru í sóttkví og 2002 í skimunarsóttkví. Það fjölgar um einn í sóttkví á milli daga en fækkar verulega í skimunarsóttkví eða um 238. Jafnmargir eru í einangrun og í gær og eins eru smitin jafn mörg innanlands og líkt og í gær voru allir í sóttkví við greiningu.
Nýgengi smita er nú hærra á landamærunum en innanlands. Nýgengi síðustu 14 daga miðað við 100 þúsund íbúa er nú 21,5 á landamærunum en 20,5 innanlands.
Á fjórða hundrað sýni voru tekin innanlands í gær og tæplega 1.100 á landamærunum.
Enginn er með virkt smit á sjúkrahúsum landsins en 20 eru á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið Covid. Enginn þeirra er á gjörgæslu.
Smit eru nú í öllum landshlutum fyrir utan Norðurland vestra en þar enginn heldur í sóttkví.
Á höfuðborgarsvæðinu eru smitin 104 og 154 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 15 smit og 36 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 11 smit og 129 í sóttkví. Á Austurlandi eru smitin fjögur og jafnmargir í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru þrjú smit og sjö í sóttkví og á Vestfjörðum eru tvö smit og sex í sóttkví. Á Vesturlandi eru tvö smit og þrír í sóttkví. Hjá óstaðsettum í hús eru tvö smit og 13 í sóttkví.
Átta börn 12 ára og yngri eru með Covid-19 og sami fjöldi í aldurshópnum 13-17 ára. Alls eru 103 smit í aldurshópnum 18-49 ára. Eldri en það eru 24 smit.