„Bagaleg viðhorf á tímum heimsfaraldurs“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að lítil stemning sé …
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að lítil stemning sé fyrir þingfundum meðar stjórnarliða. mbl.is/Arnþór

„Það er mjög bagalegt að það hefur ekki fengist heimild til að kalla þingið saman, hvorki til þess að ræða um stöðu bóluefnamála né um framkomuatvikið í Ásmundarsal, framkomu Bjarna Benediktssonar, og að þingið komi ekki saman til fundar fyrr en í næstu viku,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata.

Spurð segir hún að ef komi til umræðu að Íslendingar verði bólusettir hraðar en aðrar þjóðir í eins konar tilraunatilgangi verði að ræða slíkt í þinginu, svo hægt sé að mynda traust um þá aðgerð. Bætir hún við að auðvitað sé freistandi að geta boðið upp á slíka flýtimeðferð.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé opið og gagnsætt ferli í kringum það þar sem aðkoma almennings er rík. Öðruvísi myndast varla traust um slíkar aðgerðir,“ segir hún.

„Ekki stemning fyrir þingfundum“

„Ég hefði haldið að miðað við hvað við höfum verið lengi frá, í miðjum heimsfaraldri og miðað við að það stendur til að selja Íslandsbanka, að það væri æskilegt að við hefðum einhverja daga til þess að halda þinga í þessari viku,“ segir hún. 

Meðlimir ríkisstjórnarinnar hafi gefið það út að ekki sé stemning fyrir þingfundum:

„Það hefur verið sagt af fólki í stjórnarliðinu að það sé bara ekki stemning fyrir þingfundum. Það  eru auðvitað bagaleg viðhorf á tímum heimsfaraldurs, að halda málstofu Íslendinga lokaðri í mánuð, milli jóla og nýárs, í krafti meirihlutans,“ segir hún að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert