„Engin hagræðing“ í Efstaleiti

Tímabært er að ræða stöðu Ríkisútvarpsins, að mati þingmanns.
Tímabært er að ræða stöðu Ríkisútvarpsins, að mati þingmanns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákvörðun Stöðvar 2 að frétt­ir stöðvar­inn­ar verði aðeins aðgengi­leg­ar áskrif­end­um hef­ur vakið mikla at­hygli. Þingmaður Miðflokks­ins seg­ir að tíma­bært sé að ræða stöðu Rík­is­út­varps­ins á fjöl­miðlamarkaði.

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins og nefnd­armaður í Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, seg­ir að staða fjöl­miðla hafi ekki verið rædd á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins. mb.is/​Krist­inn Magnús­son

Nauðsyn­legt að ræða hlut­verk Rík­is­út­varps­ins

Sjálf­ur hafi hann enga skoðun á því hvaða ákv­arðanir Stöð 2 taki á viðskipta­leg­um for­send­um en nauðsyn­legt sé að taka upp umræðu um hlut­verk Rík­is­út­varps­ins. Hann minn­ir á að þing­menn Miðflokks­ins hafi ný­lega lagt fram til­lögu þess efn­is að að fólki sé frjálst að beina þriðjungi af út­varps­gjald­inu að þeim fjöl­miðli sem það vill. 

„Ég hef stund­um orðað það sem svo að við fæðumst inn í tvær stofn­an­ir; þjóðkirkj­una og RÚV. Eini mun­ur­inn þar á er að við get­um sagt okk­ur úr þjóðkirkj­unni en það er bara ein leið út úr RÚV,“ seg­ir hann.

Ýmis­legt gengið á sem ekki sé full­rætt

Þor­steinn kveðst vera vin­ur RÚV og hann vilji að stofn­un­in geti sinnt sín­um lög­bundnu skyld­um vel og hafi til þess tæki­færi. Ýmis­legt megi þó setja út á í rekstri stofn­un­ar­inn­ar.

„Það er skrítið að þegar búið er að breyta rík­is­stofn­un í fyr­ir­tæki sem hef­ur þægi­legri ramma til að vinna í að þarna verður eng­in hagræðing. Það var til að mynda stór­frétt þegar þrem­ur var sagt þar upp í haust, það er aðeins brota­brot starfs­manna. RÚV kost­ar okk­ur fimm millj­arða úr rík­is­sjóði á hverju ári auk þess að fá tvo millj­arða í aug­lýs­inga­tekj­ur. Við fjár­laga­gerðina kom kvört­un úr Efsta­leiti og það voru um­svifa­laust reidd­ar fram 400 millj­ón­ir auka­lega. Ég man ekki eft­ir ann­arri stofn­un sem hef­ur fengið slík­ar trakt­er­ing­ar. Ég tel að ým­is­legt hafi gengið á sem ekki er full­rætt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert