Sakar Dani um að eyðileggja viðræður

Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sakar Dani um að bera ábyrgð á því að viðræður um bólusetningar Pfizer á Íslandi séu að sigla í strand. 

Danir hafa blandað sér inn í viðræður Íslendinga við lyfjafyrirtækið Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis á heila þjóð að því er segir á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

„Þeir eru að öllum líkindum að eyðileggja þetta fyrir okkur,“ segir Kári. Rótin að þessu sé trúnaðarbrestur umboðsmanns Pfizer í Skandinavíu, danskrar konu sem Kári segir heita Mette. „Hún var á fundinum sem við áttum við vísindamenn Pfizer.“ 

AFP

Kári segir að Mette hafi upplýst sóttvarnastofnun Danmerkur um málið og að yfirmaður hennar hafi viljað að Danir tækju þátt með Íslendingum.

Að Íslendingar og Danir geti verið saman í þessu er fráleitt að mati Kára. Ísland hafi sérstöðu og hægt væri að vinna góða rannsókn hér á landi. „Mette hafði ekki heimild til að segja frá þessu, hún kjaftaði frá, og þeir ætla að reyna að lauma sér inn í þetta á einhvern máta sem ekki er hægt.“ 

Fréttablaðið í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert