Rétt ákvörðun á réttum tíma

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjarlaganefndar.
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjarlaganefndar. Ljósmydn/facebook

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar segir umfjöllun nefndarinnar um greinargerð um sölu á hluta Íslandsbanka ganga vel. 

„Við erum að tala við umsagnaraðila og dýpka skilning okkar á þeirra afstöðu og umsögnum sem þeir hafa sent. Ég styrkist mjög í því þetta sé rétt skref á réttum tíma,“ segir Haraldur. 

Meðl umsagnaraðila sem hafa komið fyrir fund fjárlaganefndar eru ASÍ, samtök fjármálafyrirtækja og Kauphöllin. Haraldur segir fjárlaganefnd hafa sent úr spurningar víða sem og kalli svo inn gesti til að fá svör við þeim. 

Ekki lagabreyting

Greinargerðin sem fjallað er um er unnin úr efni frá Bankasýslunni sem að fjármálaráðuneytið tók saman. Ekki er um að ræða þingmál og sala á hluta Íslandsbanka krefst ekki lagabreytinga enda heimildir fyrir henni í fjárlögum. Þá hefur Bankasýsla ríkisins farið yfir forsendur greinagerðarinnar með fjárlaganefnd. 

Haraldur bendir á að Bankasýslan hafi sent fjármálaráðherra samsvarandi erindi og nú í mars en var það dregið til baka vegna Covid, inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni stjórnarandstöðunnar um fyrirvara- og tímaleysi til að fjalla um tillöguna sem og óheppilega tímasetningu.

„Frá þeim tíma hefur ýmislegt breyst, m.a. hlutafjárverð í Kauphöllinni og vel heppnað hlutafjárútboð hjá Icelandair farið fram svo að eignarmarkaðurinn hefur styrkst á þessum tíma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert