Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í dag ræða við forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg, í beinni á Instagram kl. 14.00.
„Við munum ræða saman í 15 mínútur með það að markmiði að hvetja fólk til að hafa áhrif og takast á við stórar áskoranir, sér í lagi ungt fólk. Erna Solberg fór sjálf í stjórnmál 18 ára og kjörin á þing 28 ára.
Ég hlakka til að heyra hvað ráð Erna myndi gefa sjálfri sér fyrir 20-30 árum. Hún hefur nú verið formaður stjórnmálaflokks í 17 ár og 8 ár sem forsætisráðherra,“ segir Áslaug í tilkynningu.
Viðburðurinn heitir Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki. Með honum vill Áslaug nýta sína miðla til góðs fyrir þá sem fylgjast með henni. Eftir tvær vikur mun hún spjalla við Katrínu Tönju heimsmeistara í crossfit.
Til að fylgjast með þarf að fara á Instagram, fylgja @aslaugarna og þá kemur spjallið milli Áslaugar og Ernu upp kl. 14.00 sem live-story.