Ingibjörg Sólrún til Íraks

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, hef­ur verið skipuð staðgeng­ill er­ind­reka aðal­rit­ara Sam­einuðu þjóðanna í Írak (UNAMI). Þar mun hún fara fyr­ir póli­tískri deild sveit­ar­inn­ar og jafn­framt hafa kosn­ingastarf á sinni könnu.

Ingi­björg tek­ur við starf­inu í mars en skip­un­in er til eins árs í senn, líkt og aðrar skip­an­ir af sama meiði inn­an Sam­einuðu þjóðanna. Hún mun hafa aðset­ur í Bagdad, höfuðborg Íraks.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Ingi­björg að verk­efnið sé í senn áhuga­vert og krefj­andi. „Það verður spenn­andi að fylgj­ast með þess­um mál­um enda kosn­ing­ar í júní. Örygg­is­ástandið í land­inu hef­ur oft verið verra og tæki­fær­in eru mik­il,“ seg­ir hún.

Bráðabirgðastjórn sit­ur nú við völd í Írak eft­ir að rík­is­stjórn lands­ins féll í lok árs 2019, en kjör­sókn hafði aðeins verið 44% í kosn­ing­um 2018 þegar rík­is­stjórn­in komst til valda.

„Það sem Sam­einuðu þjóðirn­ar eru að gera þarna er að aðstoða stjórn­völd við að skipu­leggja kosn­ing­arn­ar og und­ir­búa jarðveg­inn, en þetta er allt á for­send­um Íraka sjálfra,“ seg­ir Ingi­björg. Hún seg­ir mikið verk að vinna í land­inu og helsta mark­miðið að aðstoða stjórn­völd við að auka traust á kosn­ing­um sem hafi ber­sýni­lega ekki verið til staðar síðast. „Fólk þarf að treysta niður­stöðum kosn­ing­anna.“

Spenn­andi að vera úti á akr­in­um

Ingi­björg Sól­rún þekk­ir vel til mála­flokks­ins enda var hún yf­ir­maður lýðræðis- og mann­rétt­inda­skrif­stofu ÖSE frá 2017-2020 og hafði þar kosn­inga­mál á sínu borði. Aðspurð seg­ist hún þó telja að starfið í Írak verði meira krefj­andi en í Evr­ópu.

„En um leið finnst mér þetta meira spenn­andi því þú ert að vinna á akr­in­um, í beinu sam­bandi við um­bjóðend­ur.“

Ingi­björg flyt­ur út í byrj­un mars. Aðspurð seg­ir hún að það legg­ist vel í hana að flytja úr Vest­ur­bæn­um í Reykja­vík og yfir á fjar­læg­ar slóðir. Ingi­björg hef­ur enda reynslu af Miðaust­ur­lönd­um, en hún var um tveggja ára skeið yf­ir­maður hjá UN Women í Kabúl, höfuðborg Af­gan­ist­an og þrjú og hálft ár í Ist­an­b­ul. „Ég hef verið í Af­gan­ist­an þannig að ég veit nokk­urn veg­inn hvað ég er að fara út í. Ég held að Bagdad sé betri held­ur en Kabúl út frá ör­ygg­is­ástandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert