Samtökin 78 fagna Regni og Frosti

Frá gleðigöngunni 2017.
Frá gleðigöngunni 2017. mbl.is/Hanna

„Þessar fréttir frá því í gær eru æðislegar, að sjá bæði Regn og Frost samþykkt. Falleg nöfn og tímabært að grundvallarmannréttindin um að fólk fái að heita það sem það vill séu virt,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78.

Hann segir frelsi einstaklingsins til að velja sér nafn eigi vel við bæði hægri og vinstri pólitík og því ekkert sem afsakar það að rýmka ekki mannanafnalöggjöf enn frekar. 

Daníel segir frjálslynda mannanafnalöggjöf styðja við réttindi hinsegin fólks. „Það sem þetta skapar er svigrúm fyrir fólk, sérstaklega innan hinsegin samfélagsins, að heita það sem það vill og það er mikið atriði fyrir mörg,“ segir Daníel. 

 Aðspurður hvort að Daníel eigi uppáhalds kynhlutlaust nafn segir hann öll nöfn falleg í sjálfu sér en bætir við að honum finnist Blær fallegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert