Varað við lúmskri hálku

mbl.is/Gúna

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við lúmskri hálku en til morguns helst hiti á láglendi rétt fyrir ofan frostmark og á sama tíma er spáð hægum vindi.  

„Við þessar aðstæður er hætt við lúmskri hálku. Á einkum við um vegi frá Borgarnesi, vestur og norður. Einnig austur um á Hérað,“ segir í tilkynningu.

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði en aðrar leiðir eru að mestu greiðfærar.

Flughálka er í Ísafjarðardjúpi frá Hjöllum í Skálavík, á Rauðasandsvegi og utan Þingeyrar, eins er flughálka á Innstrandavegi en hálka, hálkublettir eða snjóþekja á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Dynjandisheiði.

Flughálka er í Langadal, eins er flughálka á Svarfaðardalsvegi, Tungu- og Skíðadalsvegi. Flughálka er á Eyjafjarðarbraut eystri en hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum norðanlands.
Flughálka er á Hólasandi en hálka, hálkublettir eða snjóþekja á öðrum leiðum á Norðausturlandi.

Lokað er yfir Öxi og Breiðdalsheiði vegna flughálku á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka