Neitaði skimun og beið klukkutímum saman við hliðið

Sýnataka hefur verið á landamærunum síðan um miðjan júní.
Sýnataka hefur verið á landamærunum síðan um miðjan júní. mbl.is/Íris

Einn þeirra sem komu til lands­ins í gær neitaði að fara í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli. Var hon­um því synjað um að fara inn í landið. Viðkom­andi beið í nokkr­ar klukku­stund­ir við sýna­töku­hliðið þar til hann gaf sig og fór sjálf­vilj­ug­ur í sýna­töku seg­ir Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn. 

Alls greind­ust 14 með Covid-19 á landa­mær­un­um í gær og voru marg­ir þeirra að koma með sömu flug­vél til lands­ins.

Fimm farþegaþotur komu til lands­ins í gær, tvær frá Póllandi (Var­sjá og Gdansk), ein frá Riga, Amster­dam og Kaup­manna­höfn. Í dag er von á fjór­um vél­um til lands­ins.

Inn­an­lands grein­ist einn með kór­ónu­veiruna í gær og var sá í sótt­kví. Á föstu­dag greind­ist ekk­ert smit inn­an­lands. Víðir seg­ir þetta já­kvæðar frétt­ir en hann hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um fjölda sýna sem tek­in voru. Van­inn sé að mun færri komi í sýna­töku um helg­ar þrátt fyr­ir að sýna­taka sé í boði fyr­ir alla þá sem finna fyr­ir ein­kenn­um. Upp­lýs­ing­arn­ar um sýna­tök­ur og fleira tengt Covid-19 munu liggja fyr­ir á morg­un.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Að sögn Víðis fara lang­flest­ir sjálf­vilj­ug­ir í skimun á landa­mær­un­um en þessi eina mann­eskja í gær var ákveðin í því að fara ekki í sýna­töku. Hún stóð föst á sínu og þar við sat í nokkr­ar klukku­stund­ir. 

Víðir seg­ir að starfs­menn hafi gert viðkom­andi grein fyr­ir því að hann fengi ekki að koma inn í landið án sýna­töku og gáfu hon­um kost á að hugsa málið. Sem viðkom­andi gerði í nokkr­ar klukku­stund­ir áður hann gaf sig.

„Okk­ar fólk í fram­lín­unni stóð sig vel þarna,“ seg­ir Víðir enda hef­ur skimun á landa­mær­um verið skylda frá 15. janú­ar fyr­ir aðra en þá sem geta lagt fram bólu­setn­ing­ar­vott­orð eða vott­orð um að hafa smit­ast af Covid-19 og smit sé afstaðið. Var þetta ákveðið á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar á föstu­dag í ljósi al­var­legr­ar stöðu far­ald­urs­ins víða um heim og verður nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag sótt­varna á landa­mær­un­um með tvö­faldri skimun og fimm daga sótt­kví á milli fram­lengt til 1. maí.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert