Hvergi í Evrópu séu umsvif ríkisins meiri

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sala rík­is­ins á Íslands­banka hef­ur með ein­um eða öðrum hætti verið á dag­skrá allra rík­is­stjórna sem starfað hafa frá efna­hags­hrun­inu haustið 2008 að sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra. Hann seg­ir það aldrei hafa verið mark­miðið til lengri tíma að meiri hluti ís­lensk banka­kerf­is sé á for­ræði og á áhættu rík­is­ins. 

Þetta kom fram í máli Bjarna á Alþingi í dag þar sem hann flutti munn­lega skýrslu um sölu rík­is­ins á hluta í bank­an­um. 

„Þann 18. des­em­ber síðastliðinn féllst ég á til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins um sölumeðferð á eign­ar­hlut­um rík­is­ins í Íslands­banka. Áður hafði málið verið rætt á vett­vangi ráðherra­nefnd­ar um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins og kynnt í rík­is­stjórn. Grein­ar­gerð þess efn­is var lögð fyr­ir nefnd­ir þings­ins í sam­ræmi við áskilnað í lög­um og hafa fjár­laga­nefnd og efna­hags- og viðskipta­nefnd haft málið til um­fjöll­un­ar,“ sagði Bjarni. 

Banka­sýslu rík­is­ins var komið á fót með lög­um árið 2009 í tíð rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. Banka­sýsl­an fer nú með eign­ar­hald rík­is­ins á Íslands­banka, Lands­bank­an­um og Spari­sjóði Aust­ur­lands í sam­ræmi við lög um Banka­sýslu rík­is­ins og eig­enda­stefnu rík­is­ins á hverj­um tíma. 

„Í lög­um seg­ir m.a. að Banka­sýsl­an skuli í starf­semi sinni leggja áherslu á end­ur­reisn og upp­bygg­ingu öfl­ugs inn­lends fjár­mála­markaðar og stuðla að virkri og eðli­legri sam­keppni á þeim markaði. Um sölumeðferðina gilda lög um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um en þau lög voru samþykkt hér á Alþingi árið 2012. Fyr­ir þeim mælti Odd­ný Harðardótt­ir sem þá gegndi starfi fjár­málaráðherra.

„Það ferli sem við ræðum hér hófst í des­em­ber síðastliðnum og er, eins og hér hef­ur verið rakið, að öllu leyti í sam­ræmi við ákvæði þeirra laga sem sett voru árið 2012, hvort sem varðar um­gjörð, tíma­línu, um­sagn­ar­fresti eða önn­ur atriði,“ sagði Bjarni. Það sé því bein­lín­is bundið í lög að losa beri um eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka, stuðla að virkri og eðli­legri sam­keppni og dreifðri eign­araðild. Sölu­áformin komi ekki aðeins fram í gild­andi lög­um held­ur komi þau einnig fram í eig­enda­stefnu rík­is­ins fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki og auk þess hafa þau staðið í stjórn­arsátt­mála þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar.

Þurfi að leita til Kína eða Norður-Kór­eu til að finna viðlíka eign­ar­hald

Bjarni sagði stöðu Íslands­banka vera sterka, bæði fjár­hags­lega og efna­hags­lega. 

„Eðli­legt er hins veg­ar að spurt sé hvaða áhrif kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn geti haft á verðmat banka al­mennt og við hvaða al­mennu markaðsaðstæður sé verið að huga að skrán­ingu bank­ans á markað. Í því sam­bandi má líta til þess að hluta­bréf í evr­ópsk­um bönk­um hafa hækkað mjög veru­lega á und­an­förn­um mánuðum,“ sagði Bjarni. 

„Þrátt fyr­ir þá góðu stöðu sem hér hef­ur verið lýst má þó ekki gera ráð fyr­ir að Íslands­banki, með þá sterku stöðu sem hann hef­ur, verði áfram ein­hvers kon­ar stöðug upp­spretta stórra arðgreiðslna til rík­is­ins til lengri tíma verði hann ekki seld­ur. Hér ber að hafa í huga að fram til árs­ins 2016 var arðsemi sam­kvæmt upp­gjöri viðskipta­bank­anna veru­lega um­fram arðsemi af reglu­leg­um rekstri. Arðsem­ina mátti hins veg­ar að stærst­um hluta rekja til já­kvæðra virðis­breyt­inga en ljóst er að tíma­bil slíkra um­fram­arðgreiðslna er liðið,“ sagði Bjarni. 

„Það sem er að breyt­ast fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæk­in, ekki bara á Íslandi held­ur alþjóðlega, er ein­fald­lega sam­keppn­is­um­hverfi þeirra. Sam­hliða örri tækniþróun og til­komu fjár­tæknifyr­ir­tækja þurfa bank­ar að vera stöðugt á tán­um til að verða ein­fald­lega ekki und­ir. Ég held að ríkið sé hvorki vel til þess fallið að leiða þá þróun sem fram und­an er né til að bera áhætt­una af því sem fylg­ir þess­um miklu breyt­ing­um. 

„Ég held að það fari bet­ur á því að aðrir und­ir­búi og leiði, sem nýir eig­end­ur í fjár­mála­kerf­inu, þessa nýju tíma sem við okk­ur blasa, enda er það svo að hvergi ann­ars staðar í Evr­ópu eru um­svif rík­is­ins á banka­markaði nærri því jafn hlut­falls­lega mik­il og hér á landi. Raun­ar þarf að leita alla leið til ríkja á borð við Kína, jafn­vel Norður-Kór­eu, til að finna viðlíka eign­ar­hald rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Hér má hafa í huga að eign­ar­hald rík­is­ins verður enn veru­legt í alþjóðleg­um sam­an­b­urði, jafn­vel þegar búið verður að selja Íslands­banka í heild sinni,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert