Helga Vala ekki mótfallin skyldubólusetningu

Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar. Haraldur Jónasson/Hari

„Vinn­an geng­ur vel, þetta er stórt má og snert­ir síst heil­brigðismál og mest stjórn­skip­an og vald ráðherra,“ seg­ir Helga Vala Helga­dótt­ir, formaður vel­ferðar­nefnd­ar um vinnu við frum­varp til breyt­inga á sótt­varna­lög­um. 

Hún seg­ir að nefnd­in sé ekki far­in að ræða ein­staka efnis­tök frum­varps­ins og málið sé í al­gjör­um for­gangi og fjór­ir fund­ir hafi verið haldn­ir um málið frá ára­mót­um sem að miklu leiti voru helgaðir vinnu við þetta eina frum­varp.

Eðli­legt að hægt sé að grípa inn í

Helga Vala seg­ir eðli­legt að stjórn­völd hafi heim­ild til að grípa fast inn í þegar þurfa þykir. Hún seg­ist samt setja spurn­ing­ar­merki við hvort að þetta mikla vald og mikla ábyrgð eigi að hvíla á herðum eins ráðherra eða eins emb­ætt­is­manns. 

Hún velt­ir upp hug­mynd­um um hvort skyn­sam­ara væri að tveir ráðherr­ar þyrftu að taka ákvörðun um tak­mark­an­ir sam­an eða að ráðherra bæri ákv­arðanir um tak­mark­an­ir und­ir Alþingi. 

„Ég held að þetta ofboðslega vald sem hef­ur svona víðtæk áhrif á líf ein­stak­linga í víðasta skiln­ingi, á efna­hags­lífið og svo fram­veg­is, ég held að það sé mik­il­vægt að það komi líka ein­hver ann­ar að því,“

Helga Vala bæt­ir því við að þó að nú­ver­andi heil­brigðisráðherra njóti trausts og hafi staðið sig vel þá sé ekki hægt að miða lög­in við bestu mögu­lega mann­eskju í embætti að hverju sinni.

„Við þurf­um líka að smíða lög­in út frá því að þar geti verið ein­hver sem við treyst­um aðeins minna.“

Skyldu­bólu­setn­ing geti verið rétt

Helga Vala seg­ir til umræðu í nefnd­inni að hafa sótt­varna­lög al­menn en sér lög um viðbrögð í heims­far­aldri – eða jafn­vel sér lög um viðbrögð við Covid far­aldr­in­um. 

Styður þú ákvæði um skyldu­bólu­setn­ingu?

„Ég er auðvitað hlynnt bólu­setn­ing­um. Varðandi skyldu­bólu­setn­ingu finnst mér í svona til­fell­um þegar um heims­far­ald­ur er að ræða sem hef­ur svona áhrif á allt sam­fé­lagið, tel ég að það geti verið rétt.“

Helga Vala seg­ir sótt­varna­yf­ir­völd ekki standa nægi­lega föst­um fót­um í skyldu til tvö­faldr­ar skimun­ar, sem að hún seg­ist styðja heils­hug­ar – og vildi gjarn­an að hefði verið gert að skyldu fyrr. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert