Bólusetningarvottorð tilbúin á morgun

Vottorðin eiga að gera bólusettu fólki kleift að njóta almennra …
Vottorðin eiga að gera bólusettu fólki kleift að njóta almennra réttinda. mbl.is/Styrmir Kári

Embætti landlæknis er nú að klára undirbúning á rafrænum bólusetningarvottorðum, sem hægt verður að sækja á vef heilsuveru, heilsuvera.is, frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Vottorðið fá þeir sem hafa lokið bólusetningu við Covid-19 og geta þeir framvísað því á landamærum og orðið því undanþegnir sóttvarnaráðstöfunum í samræmi við reglur hlutaðeigandi lands.

Vottorðið verður að efni og útliti til í samræmi við fyrirliggjandi evrópska staðla og alþjóðlega bólusetningarskírteinið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert