Einn í bílnum þegar slysið varð

Flutningabifreiðin fór á hliðina um hádegisbil í dag.
Flutningabifreiðin fór á hliðina um hádegisbil í dag. Ljósmynd/Aðsend

Ökumaður flutningabíls sem fór á hliðina á Vesturlandsvegi við Skipanes, og festist með handlegginn undir bílnum, var einn í bifreiðinni þegar slysið varð. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins en Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að mikill viðbúnaður hafi verið á svæðinu.

„Kranabílar, sjúkrabílar og lögreglubílar komu á svæðið. Það var mjög hvasst þarna svo það er líklegt að bíllinn hafi fokið út af veginum,“ segir hann í samtali við mbl.is. Slysið varð um tólfleytið í dag og var veginum lokað í kjölfarið en hann hefur verið opnaður á ný. Maðurinn var loks fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild.

Ökumaðurinn festist með handlegginn undir bílnum.
Ökumaðurinn festist með handlegginn undir bílnum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert