Blái liturinn horfinn úr merki Viðreisnar

Viðreisn hefur tekið appelsínugula litinn upp á sína arma.
Viðreisn hefur tekið appelsínugula litinn upp á sína arma.

Viðreisn sendi í dag frá sér til­kynn­ingu á fjöl­miðla um nýtt merki, en þar kem­ur fram að ekki sé leng­ur blátt í merki flokks­ins, og guli lit­ur­inn sem var er orðinn app­el­sínu­gul­ur. 

-Eru ein­hver skila­boð fólg­in í því að blái lit­ur­inn hverf­ur úr merk­inu og rauðum bætt í þann gula? „Nei, og þetta er í raun ekki al­veg nýtt merki, því við frum­sýnd­um það á lands­fundi flokks­ins í haust,“ seg­ir Svan­borg Sig­mars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Viðreisn­ar, sem sendi til­kynn­ing­una. 

Hún seg­ir að ekki eigi að lesa neina stefnu­breyt­ingu út úr lita­breyt­ing­unni. „Við vild­um bara gera merkið skýr­ara, og app­el­sínu­gul­ur er fersk­ur og góður lit­ur.“

Þá seg­ir Svan­borg að bláa litn­um hafi nú ekki verið al­veg út­hýst, þar sem hús­gögn, gólf og stól­ar á skrif­stof­unni sinni séu enn fag­ur­blá­ir að lit.

Svanborg Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóri sveitarstjórnarmála.
Svan­borg Sig­mars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Viðreisn­ar og verk­efna­stjóri sveit­ar­stjórn­ar­mála. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert