„Ekki hægt að bæta í nema það sé fjármagn“

Frá Öxnadalsheiði í gærkvöldi.
Frá Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Skjáskot/Hannes Rúnarsson

Seint í gær­kvöldi féllu snjóflóð í þrígang á veg­inn yfir Öxna­dals­heiði. Í eitt skiptið fór flóð á bíl sem fjöl­skylda var í og á fjóra menn sem unnu að því að moka bíl­inn í gegn­um 150 metra lang­an skafl. Eins og mbl.is fjallaði um í morg­un gagn­rýndi Hann­es Rún­ars­son at­vinnu­bíl­stjóri aðgerðal­eysi Vega­gerðar­inn­ar eft­ir að hann hringdi og lét vita af skafl­in­um. Var svarið á þann veg að snjóruðnings­tæki sem hafði verið uppi á heiðinni væri á leið niður og ekki yrði rutt á ný þar sem vetr­arþjón­ustu­tím­an­um væri lokið þenn­an dag. Þá hafi Vega­gerðin ekki held­ur brugðist við ábend­ing­um frá hon­um um að loka veg­in­um vegna skafls­ins og færðar.

G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir að und­an­far­in ár hafi mik­ill halli safn­ast upp vegna vetr­arþjón­ustu yfir snjóþunga og dýra vet­ur. Stund­um hafi verið brugðist við slík­um halla­rekstri með leiðrétt­ing­um í fjár­auka­lög­um en því sé ekki að skipta núna. Því þurfi Vega­gerðin að skipu­leggja sig til að nýta fjár­magnið sem best og í þessu til­felli hafi vetr­arþjón­ustu­tím­inn verið liðinn.

Hann tek­ur þó fram að Vega­gerðin bregðist við öll­um ábend­ing­um veg­far­enda og skoðað verði hvort bregðast hefði átt öðru­vísi við í þetta skiptið. Þá seg­ir G. Pét­ur að starfsmaður Vega­gerðar­inn­ar hafi farið þarna yfir stuttu áður á snjóruðnings­tæki og þá hafi verið metið svo að það stefndi í þæf­ings­færð al­veg á næst­unni, en ekki að skafl myndi loka fyr­ir um­ferð.

G. Pét­ur seg­ir að miðað við veður­spá, mat starfs­manna og út­sýni í vef­mynda­vél­um hafi vakt­stöðin horft til þess að fara að merkja veg­inn ófær­an, en rétt er að taka fram að viðvar­an­ir voru um slæmt færi á þess­um tíma. „Það stefndi í að veg­ur­inn yrði merkt­ur ófær,“ seg­ir G. Pét­ur. Eft­ir að lög­regl­unni var til­kynnt um snjóflóðið var veg­in­um hins veg­ar lokað strax.

G. Pét­ur seg­ir að snjómokst­urs­regl­ur séu altaf í skoðun og séu aðlagaðar aðstæðum hverju sinni, en að mik­il eft­ir­spurn sé eft­ir að auka vetr­arþjón­ustu alls staðar á land­inu. Ekki sé hægt að verða við því án auk­ins fjár­magns. „Það er ekki hægt að bæta í nema það sé fjár­magn,“ seg­ir hann. Þá seg­ir G. Pét­ur að mögu­lega mætti koma þjón­ustu­tíma bet­ur til skila þannig að fólk geti hagað ferðum sín­um sam­kvæmt því.

Spurður út í stöðuna með halla­rekst­ur­inn miðað við út­gjöld í ár seg­ir G. Pét­ur að hingað til hafi vet­ur­inn ekki verið mjög slæm­ur, en nokkr­ir vet­ur þar á und­an hafi verið erfiðir. Seg­ir hann að að óbreyttu stefni í að hægt sé að vinna á halla­rekstr­in­um, en slíkt sé þó háð því að ekki komi erfiðari kafl­ar síðar í vet­ur. Þá seg­ir hann að stór kostnaðarliður sé sól­ar­hringsþjón­usta á fjöl­menn­ustu svæðum lands­ins, svo sem suðvest­ur­horn­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert