John Snorri Sigurjónsson og föruneyti leggja á tind fjallsins K2 nú klukkan 16 að íslenskum tíma, eða 21 að staðartíma í Pakistan. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook.
Gert er ráð fyrir að lokahnykkurinn í ferðalaginu taki um 36 klukkustundir og að hópurinn verði kominn á topp fjallsins klukkan 4 að íslenskum tíma á mánudagsmorgni, klukkan 9 að morgni að staðartíma. Hægt er að fylgjast með staðsetningunni hér.
Hópurinn stefndi að því að verða sá fyrsti til að klífa K2 að vetri til, en hópur nepalskra fjallagarpa varð fyrri til í síðustu viku.
Ascending for K2 summit push starts at 21:00 tonight at PKT. Please follow us share.garmin.com/8OR9H We are aiming for...
Posted by John Snorri on Saturday, January 23, 2021