Lyfjastofnun Íslands hafa borist 193 tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Ekki hefur fjölgað tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir en þær eru alls tíu, níu vegna bóluefnis Pfizer-BionNTech og ein vegna bóluefnis Moderna. Í því tilfelli er um að ræða bráðaofnæmi sem kom upp hjá bólusettum einstakling.
Bólusetningu 4.789 einstaklinga er lokið, það er þeir hafa fengið báða skammtana, en hafin hjá 5.646 manns. Alls eru þetta 10.435 manns.
Hlutfallslega hafa flestir verið bólusettir á Norðurlandi og Vestfjörðum en fæstir á Suðurnesjum.