Verða að afhenda bóluefnið

Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, ávarpar hér gesti …
Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, ávarpar hér gesti á viðskiptaráðstefnunni í Davos. AFP

Fyr­ir­tæki sem fram­leiða bólu­efni við Covid-19 „verða að af­henda“ seg­ir Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. „Evr­ópa fjár­festi fyr­ir millj­arða í að aðstoða við þróun fyrstu bólu­efn­anna við Covid-19,“ sagði hún í streymi á viðskiptaráðstefn­unni í Dav­os í Sviss. 

Vax­andi spenna er kom­in í sam­skipti ESB og lyfja­fyr­ir­tækj­anna vegna seink­un­ar á af­hend­ingu bólu­efna til ríkja sem eiga aðild að sam­starfi Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu.

„Og núna þurfa fyr­ir­tæk­in að af­henda. Þau verða að virða skuld­bind­ing­ar sín­ar,“ bætti hún við í ávarpi sínu.  

AFP

Fram­kvæmda­stjórn­in krefst svara frá bresk-sænska lyfja­fyr­ir­tæk­inu AstraZeneca og banda­ríska lyfja­fyr­ir­tæk­inu Pfizer vegna boðaðra seink­ana á af­hend­ingu bólu­efn­is til ESB og EES-ríkj­anna, þar á meðal Íslands.

Uppi eru áhyggj­ur um að lyfja­fyr­ir­tæk­in séu jafn­vel að selja eyrna­merkta skammta til annarra ríkja utan banda­lags­ins á hærra verði. Vegna þessa er nú rætt um að fyr­ir­tæk­in verði að til­kynna yf­ir­völd­um ef þau flytja út bólu­efni frá ríkj­um ESB, það er bólu­efni sem eru fram­leidd inn­an ESB. 

Von der Leyen und­ir­strik­ar þetta í ávarp­inu og seg­ir að sett verði upp kerfi þar sem gagn­sæi rík­ir um út­flutn­ing bólu­efn­is þannig að tryggt sé að lyfja­fyr­ir­tæk­in standi við fyrri samn­inga við ESB.

Mál­efnið er viðkvæmt fyr­ir von der Leyen sem hafði for­ystu um að rík­in myndu sam­ein­ast um kaup á yfir tveim­ur millj­örðum skammta af mögu­leg­um bólu­efn­um við Covid-19. Alls eru íbú­ar ríkj­anna 27 sem eru í ESB 450 millj­ón­ir tals­ins. 

Ólík­legt að mark­mið um bólu­setn­ingu ná­ist

Í síðustu viku, eft­ir að Pfizer til­kynnti um seink­un á af­hend­ingu en áður en AstraZeneca gerði það, sagði von der Leyen að mark­miðið væri að bólu­setja 70% full­orðinna íbúa ESB-ríkj­anna fyr­ir lok ág­úst. Ólík­legt er að það ná­ist miðað við taf­ir á af­hend­ingu.

Ríki ESB hafa dreg­ist aft­ur úr ríkj­um eins og Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Ísra­el hvað varðar bólu­setn­ing­ar þrátt fyr­ir að Malta, Frakk­land og Dan­mörk hafi gefið í. 

Von der Leyen seg­ir að sam­starfið nái ekki bara til ríkja ESB held­ur til fá­tækra ríkja sem fá af­hent bólu­efni í gegn­um CO­VAX-bólu­setn­ing­ar­banda­lagið. 

Heil­brigðisráðherra Þýska­lands, Jens Spa­hn, tek­ur und­ir að koma þurfi á eft­ir­liti með út­flutn­ingi lyfja­fyr­ir­tækj­anna vegna seink­un­ar á af­hend­ingu frá AstraZeneca.

Spa­hn seg­ist vera fylgj­andi því að gefa þurfi út út­flutn­ings­leyfi fyr­ir það bólu­efni sem er flutt frá ríkj­um ESB þannig að hægt sé að fylgj­ast með hvað sé fram­leitt, hvað sé flutt frá Evr­ópu og ef það er flutt frá Evr­ópu hvort það sé í sam­ræmi við góða viðskipta­hætti og fyrri samn­inga.

Á föstu­dag greindi AstraZeneca frá því að það fyr­ir­tækið gæti ekki staðið við samn­inga sína við ESB vegna óút­skýrðra erfiðleika við fram­leiðslu. Lyfja­stofn­un Evr­ópu (EMA) hef­ur ekki enn gefið út markaðsleyfi fyr­ir bólu­efni AstraZeneca. Fast­lega er gert ráð fyr­ir að lyfið fari á lista EMA fyr­ir lok vik­unn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert