Áhyggjuefni hve andskynsemi er útbreidd

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, tel­ur að fræðasam­fé­lagið hafi opn­ast og bætt sig í að koma upp­lýs­ing­um byggðum á rann­sókn­um fram­færi til al­menn­ings. Það sé óháð því hvernig röng­um eða mis­vís­andi upp­lýs­ing­um sé komið á fram­færi í aukn­um mæli. 

Í Banda­ríkj­un­um hef­ur van­traust í garð vís­inda­sam­fé­lags­ins aldrei verið meira. Er það ekki síst vegna stjórn­mála­manna sem sagðir eru gera lítið úr fræðasam­fé­lag­inu ef niður­stöður henta illa hinni póli­tísku sýn viðkom­andi. Þá hef­ur því verið haldið fram að sein­leg viðbrögð Banda­ríkja­mann við Covid-19 far­aldr­in­um eigi ræt­ur sín­ar að rekja til þess und­ir­liggj­andi van­trausts sem fólk ber til yf­ir­valda. 

„Það er áhyggju­efni hversu út­breidd and­skyn­semi eða andupp­lýs­ing­ar er nú á tím­um,“ seg­ir Jón Atli og vís­ar þar til þeirra sem hafa hvata af því að dreifa röng­um upp­lýs­ing­um á fram­færi. 

Raun vísinda: stofnun háskólans. Orti Dagur Sigurðarson.
Raun vís­inda: stofn­un há­skól­ans. Orti Dag­ur Sig­urðar­son.

Fjöl­miðlar gegni mik­il­vægu hlut­verki 

Hann seg­ir t.a.m. að bar­átta gegn loft­lags­vá minni á aðferðir tób­aks­fram­leiðenda sem gerðu lítið úr niður­stöðum lækna­sam­fé­lags­ins um skaðsemi tób­aks­reyk­inga á sín­um tíma. Kem­ur það ofan í þá staðreynd að loft­lags­vá­in er svo stórt vanda­mál að fólk á erfitt með að gera sér um­fang vand­ast í hug­ar­lund. 

Hann seg­ir að það sé vissu­lega áskor­un að koma upp­lýs­ing­um úr vís­inda­sam­fé­lag­inu á fram­færi. „Þarna eru frjáls­ir og óháðir fjöl­miðlar gríðarlega mik­il­væg­ir til að við kom­um áfram upp­lýs­ing­um til al­menn­ings líkt og skóla­kerfið upp á vís­inda­læsi og gagn­rýna hugs­un,“ seg­ir Jón Atli.

Líta beri til þríeyk­is­ins 

Spurður hvort að vís­inda­menn geri nægi­lega mikið til þess að koma upp­lýs­ing­um á fram­færi seg­ir Jón Atli all­an gang á því. Margt sé vel gert og að líta beri til þríeyk­is­ins sem hef­ur komið upp­lýs­ing­um um Covid-19 sjúk­dóm­inn fram með skil­virk­um hætti. „Þar er verið að deila sér­fræðiþekk­ingu úr heil­brigðis­vís­ind­um, raun­vís­ind­um, fé­lags­vís­ind­um og fleiri grein­um, þar sem verið er að tala við al­menn­ing,“ seg­ir Jón Atli.

Tel­ur þú að hægt sé að gera meira í ætt við þetta til að koma vís­ind­un­um á fram­færi?

„Já, Kári Stef­áns­son er gott dæmi um vís­inda­mann sem stigið hef­ur inn í umræðuna hér,“ seg­ir Jón Atli.

Jón Atli telur það til fyrirmyndar hvernig vísindum hefur verið …
Jón Atli tel­ur það til fyr­ir­mynd­ar hvernig vís­ind­um hef­ur verið komið á fram­færi á Covid-19 far­ald­urs­tím­um. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hvetja vís­inda­menn til að tala við al­menn­ing 

Er ekki þörf á fleiri vís­inda­mönn­um á vett­vangi fjöl­miðla?

„Jú ég held að það sé alltaf hægt að gera bet­ur í þeim efn­um. Það er kannski ekki eig­in­legt vís­inda­mönn­um að flagga sín­um niður­stöðum. En þá er það hlut­verk stofn­un­ar á borð við Há­skóla Íslands að beita sér fyr­ir því að það sé gert. Það hef­ur verið í okk­ar stefnu að hvetja fólk til að kynna niður­stöður sín­ar á al­manna­vett­vangi, en líka að hvetja fólk að tala við al­menn­ing um sín­ar niður­stöður þegar þess er óskað,“ seg­ir Jón Atli.

Hann seg­ist meðvitaður um umræðu sem bygg­ir á því að fræðasam­fé­lagið snú­ist um vís­inda­menn sem séu að tala við vís­inda­menn. Hins veg­ar hafi á und­an­förn­um árum fræðasam­fé­lagið opn­ast með auknu aðgengi að vís­ind­um og gögn­um. „Þannig get­ur al­men­ing­ur fengið aðgang að þess­um gæðum án end­ur­gjalds,“ seg­ir Jón Atli.

Jón Atli segir að fólk sem starfi við rannsóknir við …
Jón Atli seg­ir að fólk sem starfi við rann­sókn­ir við Há­skóla Íslands séu hvatt­ir til að koma niður­stöðum sín­um á fram­færi. AFP

Aldrei mik­il­væg­ara að koma ritrýndu efni á fram­færi 

Þá bend­ir hann á að tíma­rit á borð við Science og Nature séu mjög meðvituð um tengsl við sín við fjöl­miðla.

„Þaðan fer allt beint í fjöl­miðla. Vís­inda­heim­ur­inn er opn­ari en á móti eru sam­fé­lags­miðlarn­ir þannig að þar er hægt að deila ein­hverju sem ekki er satt. En við erum með þessi vís­inda­legu aðferðir sem eru mót­vægi og með því að opna aðgengi að því þá er það í það minnsta til­raun vís­ind­anna til þess að koma upp­lýs­ing­um á fram­færi. Ég myndi því segja að vís­ind­in séu að mestu skil­virk í að koma sínu á fram­færi en það verður alltaf þannig að þegar hlut­irn­ir eru orðnir sér­hæfðari þá verður erfiðara að kom­ast inn í mál­in,“ seg­ir Jón Atli.

Þannig að þú vilt meina að vís­ind­in hafi opn­ast en að sama tíma hafi hlut­ir á borð við upp­lýs­inga­óreiða og rang­ar upp­lýs­ing­ar á sam­fé­lags­miðlum færst í vöxt?

„Já og ein­mitt þess vegna hef­ur aldri verið mik­il­væg­ara að koma ritrýndu vís­inda­efni á fram­færi,“ seg­ir Jón Atli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert