Árið 2020 dóu að meðaltali 43,4 í hverri viku sem var sami fjöldi og dó í viku hverri árin 2017-2019. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 85 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2020. Þetta kemur fram í tilraunatölfræði Hagstofunnar.
Tíðasti aldur látinna árið 2020 var 88 ára en 87 ára árin 2017-2019.
Á vef Hagstofunnar kemur fram að byggt sé á upplýsingum úr dánartilkynningum sem skráðar eru hjá Þjóðskrá Íslands.
Gögnin gefi góðar vísbendingar um þróun á tíðni andláta yfir árið þótt gera verði ráð fyrir einhverju vanmati í nýjustu tölunum um fjölda látinna árið 2020, þá aðallega vegna dánarvottorða sem berast seint til Þjóðskrár Íslands