Jafnmörg andlát í fyrra og undanfarin ár

Horft til Hallgrímskirkju. Tíðasti aldur látinna árið 2020 var 88 …
Horft til Hallgrímskirkju. Tíðasti aldur látinna árið 2020 var 88 ára en 87 ára árin 2017-2019. mbl.is/Sigurður Bogi

Árið 2020 dóu að meðaltali 43,4 í hverri viku sem var sami fjöldi og dó í viku hverri árin 2017-2019. Að jafnaði dóu flest­ir í ald­urs­flokkn­um 85 ára og eldri yfir tíma­bilið 2017-2020. Þetta kem­ur fram í til­rauna­töl­fræði Hag­stof­unn­ar.

Tíðasti ald­ur lát­inna árið 2020 var 88 ára en 87 ára árin 2017-2019.

Á vef Hag­stof­unn­ar kem­ur fram að byggt sé á upp­lýs­ing­um úr dán­ar­til­kynn­ing­um sem skráðar eru hjá Þjóðskrá Íslands.

Gögn­in gefi góðar vís­bend­ing­ar um þróun á tíðni and­láta yfir árið þótt gera verði ráð fyr­ir ein­hverju van­mati í nýj­ustu töl­un­um um fjölda lát­inna árið 2020, þá aðallega vegna dán­ar­vott­orða sem ber­ast seint til Þjóðskrár Íslands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert