Bókaforlögin fengu 400 milljónir

mbl.is/Kristinn Magnússon

Bóka­for­lög á Íslandi fengu alls rúm­ar 398 millj­ón­ir króna í end­ur­greiðslur frá ís­lenska rík­inu á síðasta ári í sam­ræmi við lög sem sett voru til að styðja við ís­lenska bóka­út­gáfu.

Lög­in tóku gildi í árs­byrj­un og árið 2020 var því fyrsta heila árið í starf­semi nýs sjóðs til stuðnings bóka­út­gáfu sem stofnaður var vegna þessa. Á síðasta ári voru af­greidd­ar 922 um­sókn­ir og heild­ar­kostnaður við þær sem tald­ist end­ur­greiðslu­hæf­ur var 1.593 millj­ón­ir króna. End­ur­greiðslan nem­ur fjórðungi kostnaðar, alls 398 millj­ón­um. Hafa ber í huga að marg­ar þess­ara um­sókna geta tekið til árs­ins 2019 enda hafa út­gef­end­ur níu mánuði frá út­gáfu­degi til að sækja um end­ur­greiðslu.

Ef kostnaðarliðir í um­sókn­um bóka­for­laga eru skoðaðir kem­ur í ljós að prent­un er 26,8% kostnaðar, höf­und­ar­laun 17,9%, aug­lýs­ing­ar 11,6% og rit­stjórn og þýðing­ar bæði 9,1 en hönn­un 9%.

For­lagið er lang­stærsta bóka­for­lag lands­ins og tek­ur til sín 116 millj­ón­ir af end­ur­greiðsl­un­um í fyrra, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka