Dregur úr áhorfi á Stöð 2

Höfuðstöðvar Sýnar. Fréttastofa Stöðvar 2 tilheyrir Sýn.
Höfuðstöðvar Sýnar. Fréttastofa Stöðvar 2 tilheyrir Sýn. Haraldur Jónasson/Hari

Áhorf á Stöð 2 hefur minnkað umtalsvert á milli vikna samkvæmt rafrænni ljósvakamælingu Gallup. Eins og greint var frá fyrr í þessum mánuði er fréttatími Stöðvar 2, sem hingað til hefur verið í opinni dagskrá, nú eingöngu aðgengilegur áskrifendum stöðvarinnar. 

24,5% minna áhorf

Þessar breytingar tóku gildi þann 18. janúar. Í vikunni 11.-17. janúar var áhorf 12-80 ára í mínútum talið 102 að meðaltali hjá Stöð 2. 

Í síðustu viku, 18.-24. janúar var meðaltalið í sama flokki 77 mínútur. Alls er það 24,5% samdráttur í áhorfi.

Í fyrri vikunni var hlutdeild Stöðvar 2 á markaði meðal 12-80 ára 19,8% en var í síðustu viku orðin 14%.

Meðal 12-49 ára var meðaláhorf á viku 53 mínútur, og 19,1% hlutdeild fyrri vikuna en 42 mínútur og 14% hlutdeild seinni vikuna. Það er 20,7% samdráttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert