„Hingað og ekki lengra“

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Dag­ur B. Eggerts­son var að von­um sleg­inn eft­ir að upp komst að skotið hafi verið úr byssu í gegn­um hurð á bíl fjöl­skyldu hans. Í viðtali við RÚV seg­ir Dag­ur að hann vilji ekki trúa því að slík­ar árás­ir séu orðið að því sem get­ur tal­ist eðli­legt í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Spurður að því hvort hann hafi íhugað framtíð sína í póli­tík sagði Dag­ur að hann hafi hugsað ým­is­legt síðustu daga.

„Ég var við vinnu hér seinnipart­inn á laug­ar­dag og kon­an mín sæk­ir mig, við vor­um á leið í mat­ar­boð. Ég er að stíga inn í bíl­inn og tek ég eft­ir gati á miðri farþega­h­urðinni sem vakti spurn­ing­ar. Þannig að ég setti mig í sam­band við lög­reglu sem brást mjög hratt og fag­mann­lega við, tók bíl­inn til rann­sókn­ar og við feng­um svo þær upp­lýs­ing­ar á sunnu­deg­in­um að það höfðu fund­ist kúl­ur inni í hurðinni,“ sagði Dag­ur við frétta­mann RÚV.

Fékk hlýj­ar kveðjur frá „all­flest­um“ úr borg­ar­stjórn

Þegar borg­ar­stjóra varð ljóst að gat á bíl hans lét hann koll­ega sína í borg­ar­stjórn vita, bæði odd­vita í meiri­hluta og í minni­hluta. Dag­ur seg­ir að all­flest­ir hafi sent hon­um kveðjur með hlýhug. Spurður að því hvort hann meinti þá að ein­hverj­ir úr borg­ar­stjórn hefðu ekki vandað hon­um kveðjurn­ar vildi Dag­ur ekki hafa fleiri orð um það.

Dag­ur seg­ir að árás­in megi verða til­efni til þess að ræða hvernig Íslend­ing­ar vilji að þjóðfé­lagsum­ræða sé. Hann von­ar að árás­in sé ekki til marks um nýja tíma í póli­tík á Íslandi þar sem fólk í op­in­ber­um stöðum geti átt von á álíka árás­um og hann varð fyr­ir. Blað sé brotið með at­b­urðinum.

„Hætt­an er alltaf sú að lín­an færi alltaf aðeins lengra... og í mínu hjarta þá er komið hingað og ekki lengra.” 

Dag­ur seg­ir að málið sé núna til rann­sókn­ar lög­reglu og að hann vilji nú fá frið til þess að slá skjóli um fjöl­skyldu sína.

Borg­ar­stjóri sá sér ekki fært að veita mbl.is viðtal vegna máls­ins þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir blaðamanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert