Mikill áhugi fjárfesta á skuldabréfum ríkissjóðs

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rík­is­sjóður Íslands gaf út skulda­bréf í dag að fjár­hæð 750 millj­ón­ir evra, and­virði 117 millj­arða króna, og bera skulda­bréf­in 0% fasta vexti. Bréf­in voru gef­in út til 7 ára á ávöxt­un­ar­kröf­unni 0,117%. Þetta er til­kynnt á vef stjórn­ar­ráðsins.

Þar seg­ir jafn­framt að fjár­fest­ar hafi sýnt út­gáfu skulda­bréf­anna mik­inn áhuga og að eft­ir­spurn hafi numið tæp­lega 3,5 millj­örðum evra eða rúm­lega fjór­faldri upp­hæð út­gáf­unn­ar. Í hópi fjár­festa eru bank­ar, trygg­inga­fé­lög og aðrir fag­fjár­fest­ar, aðallega frá Norður-Evr­ópu. Citi­bank, Barclays og Deutsche Bank önnuðust út­gáfu bréf­anna.

„Viðbrögð fjár­festa eru til marks um greiðan aðgang rík­is­sjóðs að alþjóðamörkuðum og end­ur­spegla traust á styrk okk­ar og getu til þess að mæta efna­hags­leg­um af­leiðing­um heims­far­ald­urs­ins. Með þess­ari lán­töku treyst­ir rík­is­sjóður enn frek­ar stöðu sína til lengri tíma, en lausa­fjárstaða rík­is­sjóðs er mjög góð um þess­ar mund­ir,“ er haft eft­ir Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert