Fordæmir ógnanir og ofbeldi gegn stjórnmálafólki

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðal þess besta við að búa á Íslandi er hversu friðsælt sam­félag okk­ar hef­ur verið. Lengst af hafa kjörnir fulltrúar og leiðtog­ar í at­hafnalífi getað lifað lífi sínu án ótta um líkam­leg­an skaða. Þannig vilj­um við hafa það, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn Viðreisn­ar sem for­dæm­ir hvers kon­ar ógn­an­ir og of­beldi gegn stjórn­mála­fólki.

Í yf­ir­lýs­ing­unni kem­ur fram að skotárás sem gerð hafi verið á bif­reið fjöl­skyldu borg­ar­stjóra og skrif­stof­ur stjórn­mála­flokka séu hörmu­leg­ar frétt­ir.

Það er gott að sjá að yf­ir­völd taka árás­ina á bif­reið fjöl­skyldu borg­ar­stjóra föstum tökum. En vandamálið end­ar ekki þar. Umræðumenn­ing á op­in­ber­um vett­vangi fer sí­h­arðnandi og verður æ of­beld­is­fyllri. Við þekkj­um það úr stjórnmálalífi annarra lýðræðisríkja að of­beldi í orði get­ur fljótt breyst í of­beldi á borði. Við þurf­um að geta verið ósam­mála um leiðir án þess að það skipti okk­ur í lið vina og óvina, okk­ur og ykk­ur. Það er sam­eig­in­leg ábyrgð okk­ar allra að stemma stigu við hat­urs­fullri umræðu, strax og henn­ar verður vart,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Verja þurfi grunnstoðir lýðræðis­ins, sem sé þátt­taka í hvers kon­ar stjórn­mála­starfi, frjáls frá ógn­un­um, hót­un­um og of­beldi.

Stjórn Viðreisn­ar for­dæm­ir hvers kon­ar ógn­an­ir og of­beldi gegn stjórn­mála­fólki. Það er von okk­ar að viðbrögð sam­fé­lags­ins alls verði með þeim hætti að árás­um þess­um linni þegar í stað,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert