Allir skattar af sölu Ueno verði greiddir á Íslandi

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, segir íslenskt heilbrigðis- og skólakerfi hafa …
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, segir íslenskt heilbrigðis- og skólakerfi hafa veitt honum stuðninginn sem hann þarfnaðist til að dafna. mbl.is/Golli

Haraldur Þorleifsson, stofnandi tækni- og vef­hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­isins Ueno, segir alla skatta af sölu fyrirtækisins verða greidda á Íslandi. Þetta kemur fram í twitterfærslu sem Haraldur birti í dag.

Twitter festi nýlega kaup á Ueno og er ráðgert að um milljarða króna sölu sé að ræða.

Í færslunni segir Haraldur að hann hafi alist upp hjá fátækum foreldrum og sé með alvarlega fötlun. Þá segir hann bæði ókeypis heilbrigðisþjónustu og skólastarf á Íslandi hafa gert sér kleift að dafna þrátt fyrir erfiðleika sína í æsku.

Hann vilji því styðja við kerfið sem studdi hann með skattgreiðslunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert