Haraldur Þorleifsson, stofnandi tækni- og vefhönnunarfyrirtækisins Ueno, segir alla skatta af sölu fyrirtækisins verða greidda á Íslandi. Þetta kemur fram í twitterfærslu sem Haraldur birti í dag.
Twitter festi nýlega kaup á Ueno og er ráðgert að um milljarða króna sölu sé að ræða.
Í færslunni segir Haraldur að hann hafi alist upp hjá fátækum foreldrum og sé með alvarlega fötlun. Þá segir hann bæði ókeypis heilbrigðisþjónustu og skólastarf á Íslandi hafa gert sér kleift að dafna þrátt fyrir erfiðleika sína í æsku.
Hann vilji því styðja við kerfið sem studdi hann með skattgreiðslunum.
I was born in Iceland to low income parents. I have a serious disability.
— Halli (@iamharaldur) January 30, 2021
But because this country has free schools and free healthcare I was able to thrive.
I am proud to say that all taxes from the Ueno sale will be paid in Iceland to support a system that supported me.