Eitt smit innanlands í gær

Nýgengi smita hefur farið lækkandi síðustu tvær vikur.
Nýgengi smita hefur farið lækkandi síðustu tvær vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. Sá smitaði var í sóttkví.

Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna.

Þá greindist aðeins eitt smit við landamærin.

Tvö smit greindust innanlands á miðvikudag, og ekkert smit á fimmtudag. Eng­inn hef­ur greinst utan sótt­kví­ar frá 20. janú­ar.

Töl­ur verða ekki upp­færðar á vefn­um covid.is fyrr en á mánu­dag en hætt er að birta töl­ur þar um helg­ar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert