„Þetta er ástæðulaus ótti“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir í pistli sín­um „Nú er rétti tím­inn til að selja“ að rök þeirra sem mót­falln­ir eru sölu á hluta Íslands­banka stand­ist ekki skoðun. Pist­ill­inn birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu í gær, föstu­dag­inn 30. janú­ar. 

Áslaug seg­ir tíma­setn­ing­una heppi­lega, öf­ugt við það sem and­stæðing­ar söl­unn­ar hafa haldið fram. Þvert á móti hafi skap­ast góðar aðstæður til að hefja sölu bank­ans.

„Vaxta­lækk­an­ir leiða til þess að al­menn­ir fjár­fest­ar beina sjón­um sín­um í aukn­um mæli að hluta­bréf­um. Hluta­bréfa­verð hef­ur hækkað veru­lega und­an­farna mánuði. Vel heppnað hluta­fjár­út­boð Icelanda­ir sl. haust gef­ur von­ir um góðan ár­ang­ur. Hluta­bréf í Íslands­banka fjölga fjár­fest­inga­kost­um og verða ef­laust eft­ir­sótt meðal al­mennra fjár­festa,“ seg­ir Áslaug. 

Lána­safn Íslands­banka ekki áhyggju­efni 

Einnig hrek­ur hún þær staðhæf­ing­ar að sal­an sé óráðleg þar sem stór hluti lána bank­ans sé í fryst­ingu vegna heims­far­ald­urs. Seg­ir Áslaug fryst­ingu lána öðru frem­ur bundna við ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki. All­ar aðgerðir og áætlan­ir stjórn­valda miði að því að viðspyrna ná­ist í þeirri grein. 

Loks seg­ir Áslaug að and­stæðing­ar söl­unn­ar haldi því fram að nýir eig­end­ur muni ganga að veðum og selja eign­ir fyr­ir­tækja sem eiga í erfiðleik­um.

„Þetta er ástæðulaus ótti. Hags­mun­ir banka og viðskipta­vina þeirra fara sam­an. Bank­ar hafa þannig hag af því að standa með viðskipta­vin­um sín­um í gegn­um erfiða tíma, líkt og ís­lensku bank­arn­ir hafa gert, og aðstoða þá við upp­bygg­ingu þegar storm­inn læg­ir,“ seg­ir Áslaug í pistli sín­um. 

Pist­il­inn hef­ur Áslaug Arna birt í heild á face­booksíðu sinni. Hann má lesa hér: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert