Vatnshæðin fór yfir þröskuldinn

Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum.
Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Um miðnætti í gær fór vatnshæðin í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, sem er 520 sentimetrar.

Vatnshæðin hafði þá hækkað rólega frá því um klukkan 15 í gær.

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands greindi frá þessu.

Vegna aukinnar hættu á krapaflóði verður vegurinn aðeins opinn í björtu, eða á milli 9 og 18. Umferðarstýring er við brúna, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Eftir lokun er hægt að fara um norðausturströndina (85) meðan þjónusta er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert