„Ekki fara á límingunum!“

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er bara að benda kurt­eis­lega á það, að að sumu leyti eru viðbrögðin við þessu máli yf­ir­drif­in,“ seg­ir Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is vega færslu hans á Face­book frá því í dag. 

Þar seg­ist Páll ekki gera lítið úr hætt­unni sem staf­ar af því að truflaður maður hlaupi um með byssu og skjóti á hús og bíla og vís­ar þannig í skotárás­ir á hús­næði stjórn­mála­flokka og á bíl borg­ar­stjóra. 

En fyr­ir alla muni hættið að tala um yf­ir­vof­andi hryðju­verka­hættu, bryn­var­in öku­tæki og sér­sveit­ir til að passa stjórn­mála­menn. Ekki fara á lím­ing­un­um!“ seg­ir Páll í færslu sinni. 

Færsl­una má lesa hér:

Páll seg­ist ekki vera að vísa í ein sér­stök um­mæli, en hann telji fólk vera að lesa allt of mikið í það, sem í fyrstu sýn virðist ekki vera neitt annað en truflaður ein­stak­ling­ur, en ekki viðver­andi breytt ástand í þjóðfé­lag­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert