Erfiðar tilfinningar, óöryggi og álag

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir margt hafa leitað á hug­ann eft­ir að skotið var á bíl hans. Spurður í Silfr­inu hvort hann gæti hugsað sér að hætta í stjórn­mál­um vegna at­viks­ins sagði hann að þetta væri ekki vika þar sem hann ákvæði slíkt.

„Auðvitað vill maður ekki skapa það for­dæmi að með því að ógna ein­hverj­um eða hóta þá hrek­ist ein­hver úr stjórn­mál­um,“ sagði hann og bætti við að hann brynni fyr­ir borg­inni og ýms­um verk­efn­um í tengsl­um við hana. „En það eru auðvitað tak­mörk fyr­ir því hvað maður læt­ur yfir sitt nán­asta um­hverfi ganga.“

Hann sagði all­ar lík­ur á því að skotið hefði verið á bíl­inn á bíla­stæðinu fyr­ir aft­an heim­ili hans aðfaranótt föstu­dags eða laug­ar­dags í síðustu viku. „Þetta er í hönd­um lög­reglu. Við telj­um okk­ur ekki hafa orðið vör við neitt.“

Dag­ur sagði að eig­in­kona hans og börn hefðu tekið því sem gerðist af „ótrú­legu æðru­leysi“. Hann bætti þó við að svona löguðu fylgdu erfiðar til­finn­ing­ar, óör­yggi og álag.

Tveir hafa verið hand­tekn­ir vegna máls­ins og ann­ar þeirra úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald. Spurður hvort hann telji sig vera í hættu sagðist hann vona ekki og vill ekki hrapa að nein­um álykt­un­um. Málið sé óupp­lýst, lög­regl­an rann­saki það og þangað til þá bíði þau eft­ir niður­stöðu.

Skotið var á skrifstofu Samfylkingarinnar.
Skotið var á skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Spurður út í ör­yggi hans sagði borg­ar­stjóri að lög­regl­an hefði verið mjög fag­mann­leg en hún mæti frá degi til dags hvað þyrfti að gera. Lög­reglu­vakt hef­ur verið um helg­ina  meðan staðan hef­ur verið óljós. „Við erum í því að velta fyr­ir okk­ur þessu ör­yggi sem er al­gjör­lega nýtt fyr­ir okk­ur.“

Dag­ur kvaðst velta fyr­ir sér, varðandi meiri hörku í sam­skipt­um og minni þol­in­mæði, að fólk væri vilj­andi eða óvilj­andi búið að hækka tón­inn. Taldi hann þró­un­ina vera að ein­hverju leyti alþjóðlega. Hann sagði mik­il­vægt að draga línu í sand­inn og ræða sam­an.

Spurður út í mynd­band sem sam­tök­in Opn­um Lauga­veg­inn og Skóla­vörðustíg birtu í des­em­ber sagðist hann ekki vilja flana að neinu varðandi or­saka­sam­hengi milli þess og árás­ar­inn­ar. „Til þess vit­um við ekki nógu mikið um þessa skotárás.“

Hann sagði að sér og fjöl­skyldu sinni fynd­ist mynd­bandið óhugn­an­legt og þarna væri verið að fara inn á nýj­ar braut­ir í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Minnt­ist hann á viðtal vegna mynd­band­ins þar sem hann talaði um að búið væri að færa mörk­in og gera heim­ili hans að skot­skífu. „Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði hann og bætti við að það sem haldið er fram í mynd­band­inu hefði áður verið hrakið ít­ar­lega í fjöl­miðlum. Upp­hæðin varðandi fram­kvæmd­ir á torg­inu hefði verið tí­földuð og búin til saga um að hann og fjöl­skylda hans hefðu keypt þrjú bíla­stæði af borg­inni án útboðs.

Til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir

Sett­ar hefðu fram verið til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir um torgið. Bæði Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, og Bolli Krist­ins­son kaupmaður hefðu vitað að ekki væri sagt rétt frá kostnaðinum við torgið og að sann­leiks­gildið vegna bíla­stæðanna hefði ekk­ert verið kannað.

„Maður veit ekki hvernig á að bregðast við svona,“ sagði hann og nefndi að auðugur maður [Bolli Krist­ins­son] hefði lýst því yfir að hann ætlaði að koma hon­um frá völd­um. „Svo er birt­ur óhróður og snúið út úr þessu án þess að biðjast af­sök­un­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka