Bolli biðst afsökunar og vill fjarlægja myndskeiðið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bolli Kristinsson athafnamaður.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bolli Kristinsson athafnamaður. mbl.is/samsett mynd

Bolli Krist­ins­son at­hafnamaður, sem kennd­ur var við versl­un­ina 17, baðst í gær­kvöldi af­sök­un­ar á rang­færsl­um í mynd­bandi sem „Björg­um miðbæn­um“ birti á dög­un­um. Þá hef­ur hann beðið um að mynd­bandið verði fjar­lægt. 

Mynd­bandið ber heitið „Óðin­s­torg, bruðl og spill­ing“. Það er tal­sett af Vig­dísi Hauks­dótt­ur borg­ar­full­trúa Miðflokks­ins. Í mynd­band­inu er sagt að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri hafi keypt þrjú bíla­stæði af Reykja­vík­ur­borg án útboðs. Það seg­ir Bolli ekki rétt. 

„Flest er rétt með haft en ein al­var­leg rang­færsla hef­ur komið fram, að Dag­ur B. Eggerts­son hafi keypt þrjú bíla­stæði af borg­inni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kred­it-lista í lok mynd­bands­ins bið ég borg­ar­stjóra og aðra aðila máls­ins af­sök­un­ar,“ skrif­ar Bolli á Face­book-síðu hóps­ins Opn­um Lauga­veg og Skóla­vörðustíg. 
„Ég hef aldrei verið ósann­indamaður og var mér sagt að allt sem þarna er sagt væri eft­ir áreiðan­leg­um heim­ild­ar­mönn­um. Hef ég beðið um að þetta mynd­band verði tekið út strax,“ skrif­ar Bolli. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka