Brugghúsið Ægir hefur brugðið á það ráð að setja miða yfir sígarettu á umbúðum bjórs sem ber heitið Loftur. Umbúðirnar þóttu áður brjóta í bága við tóbaksvarnalög.
Sölubann var sett á bjórinn en umbúðirnar brutu í bága við tóbaksvarnalög, þar sem þær sýndu Loft Gunnarsson, sem lést árið 2012, þar sem hann hélt á sígarettu.
Á miðanum sem nú er yfir sígarettunni stendur skýrum stöfum: „RITSKOÐAÐ!“.
Fram kemur á Facebook-síðu brugghússins að líklega fari bjórinn aftur í sölu á morgun. Í síðustu viku var hann tekinn úr sölu en bjórinn kom fyrst á markað í janúar. Söluandvirði hans rennur í sjóð til styrktar útigangsfólki og var hann gefinn út til minningar um Loft Gunnarsson.
Posted by Ægisgarður í Ægir Brugghúsi on Monday, February 1, 2021