Óþarfa leiðindi við starfsfólk sundlauga

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er algjör óþarfi að vera með leiðindi við starfsfólk sundlauga sem er að vinna vinnuna sína og benda fólki á að forðast hópamyndanir í heitum pottum.

Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi almannavarna en lögreglan á Akureyri bannaði starfs­mönn­um Sund­laug­ar Ak­ur­eyr­ar að hleypa fleiri gest­um í laug­ina í gær eft­ir að í ljós kom að tveggja metra regl­an var virt að vett­ugi á ákveðnum stöðum í laug­inni.

Sam­kvæmt sótt­varn­a­regl­um hef­ur laug­in leyfi til að taka við ákveðið mörg­um gest­um og var fjöldi þeirra und­ir há­marks­fjölda þegar lög­reglu bar að garði.

Frá Sundlaug Akureyrar.
Frá Sundlaug Akureyrar. mbl.is/Þorgeir

Gest­irn­ir leituðu þó marg­ir í sömu staðina í laug­inni, aðallega heitu pott­ana, og var tveggja metra regl­an því virt að vett­ugi.

Víðir beindi því enn fremur til fólks að ferðast ekki út fyrir landsteinana næstu vikurnar. Verið væri að herða tökin í löndunum í kringum okkur og dæmi væru um að erfitt hefði verið fyrir Íslendinga að komast aftur heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert