Ræddu um „varfærnar afléttingar“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að rætt hafi verið um varfærnar …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að rætt hafi verið um varfærnar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum á fundi með sóttvarnalækni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi í dag við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um möguleika á því að boða tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum áður en 17. febrúar rennur upp. Þetta staðfestir ráðherra í samtali við mbl.is.

„Við erum að skoða það að leggja til varfærnar afléttingar fyrir 17. febrúar,“ segir Svandís.

Samkvæmt núgildandi reglum mega að hámarki 20 manns koma saman og gilda þær reglur fram til 17 febrúar.

Sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann myndi skila tillögum að tilslökunum til ráðherra síðar í vikunni.

Hann sagði einnig að ekki væri tími til að slaka of mikið á þótt gleðjast megi yfir þeim árangri sem náðst hefur til þessa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka