Fara verður varlega í tilslakanir á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins til að við fáum ekki bakslag eins og áður hefur gerst. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.
Þórólfur sagðist hafa rætt frekari tilslakanir við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en ekki væri tilefni til að ræða þær frekar núna. Hann muni skila tillögum til ráðherra í vikunni.
20 manns mega koma saman samkvæmt reglum sem hafa verið í gildi síðustu vikur og eiga að gilda til 17. febrúar.
„Það er ekki tími til að slaka of mikið á en við getum glaðst yfir þeim góða árangri sem hefur náðst til þessa,“ sagði Þórólfur.