Ekkert smit innanlands í gær

Yfir hálf milljón sýna hafa verið tekin innanlands og á …
Yfir hálf milljón sýna hafa verið tekin innanlands og á landamærunum vegna Covid-19. Rúmlega sex þúsund hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því veiran greindist fyrst á Íslandi fyrir tæpu ári síðan. AFP

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 38 í einangrun vegna Covid-19 og hefur þeim fækkað um tvo á milli daga. 20 eru í sóttkví og 1.062 eru í skimunarsóttkví.

Eitt virkt smit greindist í fyrri sýnatöku á landamærunum í gær en fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Í gær var greint frá því að einn biði niðurstöðu mótefnamælingar frá landamæraskimun á mánudag en hann reyndist vera með mótefni. 

Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur er 4,9 og 5,5 á landamærunum. 

713 sýni voru tekin innanlands í gær og 201 á landamærunum. 

Nú er 31 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu en 14 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru fjórir í einangrun og jafn margir í sóttkví. Á Suðurlandi eru  tvö virk smit en enginn í sóttkví. Á Vesturlandi er einn með Covid-19 en enginn í sóttkví. Á Norðurlandi eystra er 1 í sóttkví. 

Eitt barn yngri en eins árs er með Covid en sjö börn á aldrinum 1-12 ára. Sjö einstaklingar á aldrinum 18-29 ára eru með smit og tíu á fertugsaldri. Fjórir eru með Covid á fimmtugsaldri, sex á sextugsaldri og þrír á sjötugsaldri.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert